TENS verkjameðferð í fæðingu

TNS / TENS – (transcutan nerve stimulation/electrical nerve stimulation) eða raförvun er lítið tæki sem gengur fyrir rafhlöðum. Tækið er mikið notað við alls kyns verkjum og þá mest í stoð- og taugakerfi.

Hægt er að kaupa TENS tæki hjá fyrirtækjum sem selja vörur til heilbrigðisþjónustu.  Byrja þarf að nota tækið strax þegar hríðar byrja og gott er að nota það á útvíkkunartímabilinu. Sumar konur geta notað það allan tíman. Ekki er hægt að hafa það í baði, þar sem það gengur fyrir rafhlöðum.

Á tækinu eru tvær rásir með tveimur blöðkum (elektróður) hver. Hægt er að hafa mismunandi styrkleika á rásunum og færa þær þar sem verkir eru mestir. Best er að byrja með blöðkurnar á bakinu, svo er hægt að færa blöðkurnar framan á kviðinn ef verkir eru meiri þar. Við verki í fæðingu er notað conventionl highfreguency, sem er 80 Hertz eða 100 Hertz með púlsvíddina 180 míkrósekúntur, en búið er að stilla tækin eins og þau eiga að vera – þið stjórnið svo styrkleikanum. Verkjameðferð með TENS hefur engin áhrif á barn og engar aukaverkanir á móður.

 

Hvað er TENS


TNS /TENS er lítið raförvunartæki sem mikið er notað í verkjameðferð, en margar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif þess á verki. Viðkomandi gefur sér  meðferðina heima og stjórnar henni sjálfur eftir leiðbeiningum sjúkraþjálfara.

Kostir slíkrar meðferðar eru þeir að meðferð fer fram heima og þegar einstaklingur tekur sjálfur ábyrgð á meðferð skilar hún  mun betri árangri. Einnig er slík raförvun nánast algjörlega hættulaus og hefur ekki aukaverkanir líkt og flest lyf hafa.

Mælikvarðinn á áhrif þess á verki er lýsing á líðan, minni verkjalyfjanotkun og aukin virkni einstaklingsins sem gefur sér slíka meðferð.

Meðferðin er auðlærð og flestir geta sjálfir stjórnað henni en sumir þurfa hjálp við að líma á sig blöðkurnar. Þáttur sjúkraþjálfarans  er að finna út bestu staðina til að raförva og einnig hverskonar straumform nota skal. Hann kennir viðkomandi á tækið og er þess fullviss að það geri viðkomandi gagn áður en sleppt er af honum hendinni.


Þrenns konar straumform eru í flestum slíkum tækjum:

1.Hátíðni stöðugur straumur(hi/ continuos)                                  

2.Hátíðni breytilegur straumur (modulated)                                                                                 

3.Lágtíðni (lo/burst)

Hátíðni TNS hefur áhrif gegnum skyntaugar á mænu ( dorsal horn of medulla) og þar með á verkjaboðin, líkt og mörg verkjalyf og ýmis konar meðferð s.s. nudd, hiti o.fl. Hann bremsar af verkjaboðin í verkjataugunum ( gate theory of Melzack and Wall). Til þess að hátíðni TNS virki þarf húðsvæðið sem blöðkurnar eru settar á að hafa eðlilegt skyn.

Lágtíðni TNS hefur áhrif í heilastofni líkt og nálastunga og vöðvavinna og eykur framleiðslu heilans á endorfinum (eigin morfíni líkamans). Lágtíðni má nota á húð með skert skyn.

 

Notkunarmöguleikar TNS raförvunar

Langvarandi verkir vel staðsettir í stoð/taugakerfi.( Um 80% notenda TNS)
Blóðrásaraukandi meðferð s.s. við hjartaverk ( angina pectoris) og öðrum blóðþurrðarverkjum. Einnig til að græða sár vegna blóðþurrðar í fótum sérstaklega.
Langvarandi blöðrubólgueinkenni ( Interstitial cystitis)
Styrking / endurvakning vöðvavinnu eftir t.d. hnéspeglanir.
Verkjadempun í fæðingu, sérstaklega á útvíkkunartímabilinu.

 

Hvað þarf að huga að

Mundu að taka með þér auka rafhlöðu og vera búin að kaupa einnota elektróður.

Ekki má hafa tækið ofan í vatni (því það gengur fyrir rafhlöðum).

Þegar þið eruð í monitor eða hjartsláttarlínuriti þarf að slökkva á tækinu, það hefur truflað mælingar.


NOTKUNTENS.bmp

Aðstoðarmaður setur elektróðurnar á bakið á þér. Það skiptir ekki máli hvor rásin er fyrir ofan eða neðan en þú getur notað efirfarandi reglu:

Rás 1 - eru settar neðst á brjósthrygginn, eða efst á mjóhrygginn (L1-L5) eins og það bláa á myndinni.
Rás 2 - eru settar yfir spjaldhrygginn (S2-S4)  eins og það rauða á myndinni.

Gott er að hafa 15-20 cm á milli elektróða.

Í byrjun þarftu aðeins að nota efri elektóðurnar (rás 1). Þegar þér finnst þú þurfa meiri verkjadempun bætir þú raförvun á neðri elektróðurnar (rás 2).

 

Notkunarmöguleiki 1:


Skrúfaðu upp styrkinn á rás 1 (efri) með því að nota takkann sem merktur er ch1 þannig að þú finnir rétt aðeins fyrir straumnum. Þegar verkurinn kemur, eða helst 5 sekúndum áður, skrúfar þú styrkinn upp á það stig sem þér þykir í lagi (þægilegt). Þegar verkurinn dvínar skrúfar þú styrkinn aftru niður þannig að þú finnir rétt aðeins fyrir straumnum.

 

Notkunarmöguleiki 2:


Hafðu tækið stillt á hærri syrk (sbr. leið 1) í samfellt 20-60 mínútur. Eftir þann tíma kemur tímabil þar sem TNS áhrifin halda áfram og eru deyfandi. Þegar deyfingaráhrifin minnka getur þú endurtekið örvunina.

 

Vilborg Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Landspítala Grensási

 

TENS leiga