Ungbarnasund

Ungbarnasund er kennt á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Flestir sem sjá um kennslu eru með réttindi frá Busla, félagi ungbarnasundkennara. Til þess að fara á námskeið hjá Busla þarf fólk að vera íþróttakennarar, sjúkraþálfarar eða þroskaþjálfarar að grunnmennt.

Flestir bjóða upp á námskeið 1 - 2 sinnum í viku og er ráðlagt að börn séu 3 - 6 mánaða þegar þau byrja. Ungbarnasund er notaleg hreyfing í vatni sem örvar hreyfiþroska barna og kennir þeim og foreldrum þeirra að vera í vatninu. Sundlaugar sem notaðar eru í ungbarnasund eru um 33 - 34°.

Heimasíða Busla er, http://www.ungbarnasund.is og þar getið þið fundið lista yfir þá staði sem bjóða upp á ungbarnasund.

ungbarnasund.is