Tímar í boði

Meðgöngusundið er kennt alla virka daga.
Þið getið mætt í hvaða tíma sem er eins oft í viku og þið getið eftir því hvernig kort þið kaupið.

Tímarnir sem eru í boði  í vatni eru hádegistímar og kvöldtímar og hver tími er 40 mínútur í senn. Tímarnir eru í Sundlaug Grensásdeildar LSH, sjá nánari upplýsingar undir flipanum sundlaugar:   Kvöldtímar á mánudögum og miðvikudögum og hádegistímar á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum.

Rannsóknir á stoðkerfisverkjum hafa sýnt að stunda þjálfun 3x í viku í 40 mínútur í senn, minnki verki og bæti svefn. Almennt er ráðlagt að hreyfa sig minnst 30 mínútur á dag.

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur


12:10

12:10
12:10

 


20:00

 20:00

 
 
 
 


Skráðu þig og byrjaðu að mæta

Þú velur tímabilið sem þú vilt binda þig og byrjar að mæta.  Hægt er að  blanda saman hópum, t.d. mæta í einn tíma sem tilheyrir hádegistímum en annan sem tilheyrir kvöldtímum. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu þátttökugjalds.  Ekki er hægt að leggja inn eða "frysta" kortin hjá okkur.
Athugið að greitt er fyrir tímabil en ekki tímafjölda, 1 vika telst 5 virkir dagar í röð, 4 vikur 20 virkir dagar í röð og 12 vikur 60 virkir dagar í röð. Tímabilið byrjar að telja þegar þú mætir í fyrsta tíma, en ekki strax við borgun. Ekki er kennt á rauðum dögum og teljast þeir því ekki með.
Við bjóðum upp á einn frían prufutíma í upphafi en það þarf að skrá sig í hann í netfangið okkar medgongusund@medgongusund.is

Meðgöngusund áskilur sér allan rétt til breytinga á og/eða að fella niður áður auglýsta tíma ef ekki er næg þátttaka.

Mættu eins oft í viku og þú getur.

Nú eru þrír hádegistímar á þrið, fim og föst. Tveir kvöldtímar á mán og mið.