Stoðkerfisskólinn I og II

Stoðkerfisskólinn í Heilsuborg

Fræðsla, líkamsbeiting, vinnuvernd, æfingar, slökun og sjálfshjálp

 

Stoðkerfisskólinn er ætlaður fólki sem á í erfiðleikum með ýmis störf og líkamsþjálfun vegna stoðkerfisvandamála. Í Stoðkerfisskólanum er lögð áhersla á að fræða fólk um stoðkerfið, kenna leiðir til uppbyggingar, bæta líkamsvitund, líkamsbeitingu og hreyfifærni. Fólki kennt að létta á einkennum, þekkja þolmörk sín og auka álagsþol sem stuðlar að auknu starfsþreki, bæði í leik og starfi. Markmið Stoðkerfisskólans er að efla hreyfigetu og auka sjálfstæði í þjálfun.

Um er að ræða 8 vikna lokuð námskeið sem er samtals 24 klst, kennt þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 12-12:50.  Hámark 16 þátttakendur.  Unnin eru verkefni til að auka skilning á stoðkerfinu og verkjum. Aðgangur fylgir að tækjasal Heilsuborgar og öllum opnum tímum í Heilsuborg meðan á skólanum stendur og í tvær vikur eftir að honum líkur. 

Námskeið byrja í september, nóvember, janúar og apríl.

Nánari upplýsingar í síma 560 1010 eða með tölvupósti: mottaka@heilsuborg.is 

Sjúkraþjálfarar Stoðkerfisskólans eru Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir og Sigrún Konráðsdóttir.

Stoðkerfisskólinn