Haustið 2023
Það er fullt í báða hópa hjá okkur eins og er. Það er hreyfing í hópana hjá okkur í hverri viku og styttri bið eftir plássi í hádegistíma. Skráning á biðlista fer fram í tölvupósti og þurfum við meðfylgjandi upplýsingar: Áætlaðan fæðingarmánuð, símanúmer, hvaða tíma þið veljið (hádegistíma, kvöldtíma eða hvort báðir komi til greina).
Allar nánari upplýsingar veitum við í tölvupósti medgongusund@medgongusund.is
We are taking registrations for our classes or waiting list through email. If you need more information, please contact us at medgongusund@medgongusund.is
Opnunartími um jól og áramót: Síðsti kennsludagur verður fimmtudagur 21. desember 2023 og fyrsti kennsludagur eftir áramót þriðjudagur 2. janúar 2024.
Sólrún Sverrisdóttir eigandi Meðgöngusunds
Sundleikfimi hjá sjúkraþjálfurum
Meðgöngusund er sundleikfimi fyrir barnshafandi konur. Áhersla er lögð á stöðugleikaþjálfun fyrir mjóbak og mjaðmagrind auk fræðslu. Einnig eru gerðar liðkandi og styrkjandi æfingar fyrir allan líkamann.
Meðgöngusund er með tíma tvisvar í viku, ýmist á morgnana eða á kvöldin undir stjórn sjúkraþjálfara sem eru útskrifaðir úr læknadeild Háskóla Íslands. Allir kennarnir okkar eru með réttindi í skyndihjálp, björgun í vatni og sundlaugarvörslu.
Meðgöngusund hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og er fyrsta sundleikfimin fyrir barnshafandi konur á Íslandi. Góð reynsla er því komin á Meðgöngusund og hefur það reynst sérstaklega vel til að minnka verki frá stoðkerfinu, auk þess sem það er bjúgminnkandi. Flestar konur koma vegna meðmæla frá ljósmóður, lækni eða sjúkraþjálfara.