Staðan 26.10.2020

Við höfum ákveðið, þrátt fyrir að hafa fengið grænt ljós á að mega opna starfsemi okkar í dag samkvæmt nýjustu reglum, að hafa lokað áfram.  Við viljum sýna samfélagslega samstöðu.  Stefnum að þvií að opna aftur þriðjudaginn 3.11. ef reglur haldast óbreyttar.   Allar nánari upplýsingar fá korthafar okkar í tölvupósti.

We are closed from 7.10.2020 because of actions regarding Covid.  If you need more information please contact us through our email medgongusund@medgongusund.is .

Sólrún Sverrisdóttir eigandi Meðgöngusunds

Sundleikfimi hjá sjúkraþjálfurum

Meðgöngusund er sundleikfimi fyrir barnshafandi konur. Áhersla er lögð á stöðugleikaþjálfun fyrir mjóbak og mjaðmagrind. Einnig eru gerðar liðkandi og styrkjandi æfingar fyrir allan líkamann.

Meðgöngusund er með opna tíma alla virka daga undir stjórn sjúkraþjálfara og eru þeir útskrifaðir úr læknadeild Háskóla Íslands. Allir kennarnir okkar eru með réttindi í skyndihjálp, björgun í vatni og sundlaugarvörslu.

Meðgöngusund hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og er fyrsta sundleikfimin fyrir barnshafandi konur á Íslandi. Góð reynsla er því komin á Meðgöngusund og hefur það reynst sérstaklega vel til að minnka verki frá stoðkerfinu, auk þess sem það er bjúgminnkandi. Flestar konur koma vegna meðmæla frá ljósmóður, lækni eða sjúkraþjálfara.

Vildi þakka kærlega fyrir mig. Ekkert smá ánægð með líkamlegt ástand mitt eftir sundið. Þorði ekki að vona að þetta myndi hafa svona góð áhrif á grindina og bara allt. Mæli með sundinu við allar óléttar sem ég þekki!!-
Einnig vil ég þakka ykkur kærlega fyrir frábæra leikfimi og fræðslu, hvílíkur munur að geta haldið heilsu út meðgönguna. Ég gekk síðast með fyrir 9 árum og gat varla hreyft mig vegna verkja í stoðkerfinu frá miðri meðgöngu. Núna byrjaði ég í sundinu þegar ég fór að finna til og náði með ykkar hjálp að stoppa verkina! Þið eruð bara frábærar, þúsund þakkir 🙂-
Ég verð að láta þig vita að ég er gríðarlega ánægð með reynsluna úr meðgöngusundinu og mun mæla með því við allar vinkonur mínar. Mér fannst sjúkraþjálfararnir allar frábærar. Faglegar fram í fingurgóma ásamt því að fræða okkur um margt gagnlegt og gott varðandi meðgönguna.-

Meðgöngusundið er kennt alla virka daga og eru bæði hádegis- og kvöldtímar í boði.

Sjá tíma í boði

Kortin okkar

1 vika

4.500 kr.
  • Gildir 5 virka daga í röð
  • Byrjar að telja við fyrstu mætingu
  • Undir stjórn sjúkraþjálfara

4 vikur

16.000 kr.
  • Gildir 20 virka daga í röð
  • Byrjar að telja við fyrstu mætingu
  • Undir stjórn sjúkraþjálfara

12 vikur

42.000 kr.
  • Gildir 60 virka daga í röð
  • Byrjar að telja við fyrstu mætingu
  • Undir stjórn sjúkraþjálfara

Við bjóðum upp á einn frían prufutíma í upphafi. Skráðu þig með því að fylla út formið og við höfum samband til að staðfesta tímann.