Grensáslaug

Sundlaugin

Meðgöngusund er kennt í Grensáslaug. Grensáslaug er staðsett á Grensásdeild Landspítalans og liggur við Álmgerði í 108 Reykjavík.

Sundlaugin er heitari en venjulegar almenningslaugar, eða um 33°C. Hún er 10 metra breið, 17 metra löng og dýpsti hluti hennar er 1,6 metrar.

Við hlið laugarinnar eru tveir heitir pottar með vatnsnuddi. Heitir pottar eru góðir fyrir vöðva og liði en þær sem eru með bjúg og/eða æðahnúta ættu að forðast að vera mikið í heitum pottum og ef til vill sprauta köldu vatni á fótleggi í sturtu til þess að fá æðaveggi til að dragast saman.

Við mælum með því að þið notið aðallega kaldari pottinn og dveljið ekki of lengi í pottunum.