Kennararnir okkar

Sólrún Sverrisdóttir

Sjúkraþjálfari
 • Bsc próf í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands vorið 2000.
 • Námskeið í hjólastólafærni hjá Rekryteringsgruppen í Svíþjóð
  sumarið 2002.
 • Nám í nálastungum hjá Magnúsi Ólasyni lækni á
  Reykjalundi, viðurkennt af landlæknisembættinu vorið 2004.
 • Starfaði sem sjúkraþjálfari á LSH – Grensási 2000-2003 og þar af í 6 mánuði á LSH – Fossvogi.
 • Hefur starfað í Gáska sjúkraþjálfun frá hausti 2003.
 • Starfaði sem þolfimileiðbeinandi frá 2000 til 2005, fyrst í Planet-
  Pulse og svo í Hreyfingu.
 • Er í faghópi um kvennaheilsu hjá Félagi Íslenskra sjúkraþjálfara.
 • Stundakennari við Námsbraut í sjúkraþjálfun frá hausti 2014.
 • Byrjaði að kenna í meðgöngusundi sumarið 2010.
 • Gerðist eigandi og stjórnandi Meðgöngusunds í júlí 2014.

Kennir hádegistíma á þriðjudögum.

Ágústa Ýr Sigurðardóttir

Sjúkraþjálfari

 • B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá Læknadeild Háskóla Íslands vorið
  2015.
 • Starfandi sjúkraþjálfari hjá Gáska sjúkraþjálfun frá vori
  2015.
 • Sjúkra- og styrktarþjálfari hjá knattspyrnudeild Fjölnis árið
  2013-2015.
 • Hóptímakennari hjá Gigtarfélagi Íslands 2014-2015.
 • Kenndi í Íþróttaskóla barnanna hjá Fram 2006-2015.
 • Afleysingar í hóptímakennslu hjá almenningsíþróttadeild Fram frá 2013.
 • Sjúkraþjálfari á Hrafnistu í sumarafleysingum 2014.
 • Kenndi og skipulagði þol- og styrktarnámskeið í Neskaupstað sept-okt 2013.
 • Námskeið á vegum Kine academy um þjálfun afreksmanna í
  íþróttum, haust 2013.
 • Vann að gerð fræðsluefnis fyrir grunnskólabörn um heilbrigði – „Ekki
  vera hryggur“ árið 2015-2016.
 • Hefur unnið að verkefni, fræðsluefni og fyrirlestrum um
  ofþjálfun meðal íslenskra ungmenna í íþróttum.
 • Byrjaði að kenna hjá Meðgöngusundi vorið 2017.

Kennir hádegistíma á föstudögum.

Birna Pétursdóttir

Sjúkraþjálfari
 • Birna lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2008 og
  BSc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2016.
 • Lokaverkefni hennar fjallaði um hreyfingu kvenna á meðgöngu.
 • Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar eru kvenheilsa og almenn stoðkerfisvandamál.
 • Starfaði sem sjúkraþjálfari á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
 • Hóf störf
  sem sjúkraþjálfari hjá Gáska í ágúst 2016.
 • Byrjaði að kenna hjá Meðgöngusundi í september 2016.

Kennir hádegistíma á fimmtudögum.

Kristín Ósk Gísladóttir

 • Kristín Ósk lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykjavíkur árið
  2011 pg BSc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2017.
 • Lokaverkefni hennar fjallaði um tengsl fæðingastöðu og
  rófubeinsverkja í kjölfar fæðingar.
 • Áhugasvið hennar er kvenheilsa og almennir stoðverkir.
 • Byrjaði að kenna hjá Meðgöngusundi í mars
  2018.
 • Hóf störf hjá Gáska í maí 2018.

Er í afleysingum.

Matja Dise Steen

 • Matja er fædd og uppalin í Noregi en hefur búið á Íslandi sl. 10 ár.
 • Lauk B.Sc.  sjúkraþjálfun frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2003.
 • Hefur starfað í Sjúkraþjálfuninni Styrk síðan.
 • Hefur einnig unnið aðsjálfstæðu verkefn sem barheitið Hreyfing fyrir alla og  vinnur í Fagnefnd Félags íslenskra sjúkraþjálfara.
 • Hefur réttindi sem ungbarnasundkennari og starfar jafnframt við það.
 • Byrjaði að kenna meðgöngusund sumarið 2007.

Kennir kvöldtíma á miðvikudögum.

María Barbara Árnadóttir

 • María lauk BSc. í sjúkraþjálfun frá The University of Notre Dame
  Australia í desember 2009.
 • Starfaði hjá Bata sjúkraþjálfun mestan part 2010 en fluttist svo til Noregs þar sem hún starfaði hjá Easylife Norge í 2 ár, meðal annars við einstaklingsmiðaða þjálfun sem og hóptímakennslu.
 • Fluttist heim í byrjun árs 2013 og hefur starfað á LSH – Hringbraut síðan.
 • Námskeið:
  – Pelvic Floor level 1 vetur 2013.
  – Combined approach to the sacroiliac joint febrúar 2016.
 • Byrjaði að kenna meðgöngusund í byrjun árs 2016.

Er í afleysingum.

Svandís Ösp Long

 • Svandís lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og
  BSc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2017.
 • Hún hefur
  alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og íþróttum en eftir eigin
  meðgöngu kviknaði einnig mikill áhugi á heilsu og hreyfingu kvenna
  á og eftir meðgöngu.
 • Hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá Gáska í júí 2017.
 • Byrjaði að kenna hjá Meðgöngusundi í september 2017.

Kennir kvöldtíma á mánudögum.